miðvikudagur, 17. maí 2006

Morgunhreyfingin

Nú er ég búin að heimta hjólið mitt úr helju og því var tækifærið notað í morgun og hjólað upp í Bellahøj. Þar er mikið og stórt útivistarsvæði sem tilvalið er í æfingar ýmiskonar.

Við tókum prógrammið Spretta-skokka, þá sprettir maður að ákveðnum stað og skokkar rólega til baka. Þetta er endurtekið eins og maður treystir sér til en svona í byrjun nær maður ekki mörgum ferðum. Þetta er þó gríðargott fyrir hjarta og lungu, styrkir þolið og svo er útivistin bónus.

Planið í dag er síðan að kíkja í Statens Museum for Kunst, þar er nýhafin sýning á teikningum franskra meistara á borð við Picasso, Matisse og Manet. Ég hlakka til að kíkja á það.

Svo má ekki gleyma því að í dag er þjóðhátíðardagur Norðmanna, gaman að því.

Engin ummæli: