laugardagur, 17. júní 2006

17. júní í Køben

Við héldum upp á daginn í selskap annarra Íslendinga á Femøren við Amagerstrand. Við mættum á svæðið í samfloti við Stellu og Áslu táslu og Fjalarfamily en hittum síðan enn fleiri vini og kunningja niður frá.

Þrátt fyrir öðruvísi umhverfi en maður er vanur á þessum degi var reynt eftir fremsta megni að skapa þjóðhátíðarstemmningu. Íslensk tónlist var látin óma úr hátölurum og kór fengin til að syngja ættjarðarlög. Við það tækifæri fór að rigna og Baldur sagði að almættið klökknaði við að heyra Ísland ögrum skorið.

Hvar væri 17. júní án sölubásanna? Nokkrum slíkum hafði verið hent upp og þaðan streymdi fólk með íslenskan varning eins og rækjusamlokur, harðfisk og lakkrískonfekt. Þá höfðu margir foreldrar stungið íslenska fánanum niður í barnavagnana og bundið gasblöðrur við. Milt veður, pikk-nikk stemmning og strandlíf kom samt upp um plottið, við vorum augljóslega ekki á Arnarhóli.

Tvær pæjur í pikk-nikki
Mæðgurnar í þjóðhátíðargír - takið eftir íslenska fánanum og gasblöðrunni hjá vagninum
Sætu systkinin náðust á mynd en aðalstjarnan var annars hugar
Fjalarfamily hefur það huggulegt
Hittum Fjólu, Ingólf og Kjartan - takið eftir íslenska fánanum á barnavagninum
Prakkarar taka sér aldrei frí, ekki einu sinni á Sautjándanum

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ji, hvað þetta eru sætar myndir af litlu dúllu! Takk fyrir skemmtilegan sautjánda :-)