Hot town summer in the city. Það er alltaf gott að koma til útlanda og slaka svolítið á í rúmlega 30 stiga hita. Hins vegar er svolítið annað að vinna við slíkar aðstæður. Maður notar hverja afsökun til að vinna á svæðum þar sem skuggans nýtur við. Hvaða skugga?
Back of my neck getting dirty and gritty. Eðlilega sný ég andlitinu frá hnöttótta eldfjallinu á skýlausum himninum og ber hálsinn þess greinileg merki. Ég er orðinn harðlínu redneck, með dökkbrúnan háls og sjálflýsandi stuttbolafar yfir allan búkinn.
Been down isn't it a pity. Veit nú ekki alveg hvernig ég á að samhæfa við þessa línu í laginu þar sem ég hef bara alls ekkert verið neitt down og finnst það ekki slæmt. Væri samt alveg til í fleiri ský.
Höldum áfram með lagið frá The lovin' spoonful: Doesn't seem to be a shadow in the city. All around, people looking half dead. Walking on the sidewalk, hotter than a match head. Þessi júlímánuður er sá heitasti og sólríkasti í Danmörku síðan 1955. Mér skilst að meðalhitinn sé t.d. 5°C hærri en í fyrra. Já, MEÐALHITINN!
Ég er allavega að stikna og væri alveg til í að þetta þrumuveður sem er búið að lofa í þrjár vikur láti kræla á sér. Ég elska þrumur og eldinga og svo er vatnið líka gott fyrir gróðurinn.
Þrælgott lag og stútfullt af stemmningu. Mér finnst þrumuveður líka það yndislegasta sem til er ekki síst af því það kemur alltaf ofan í svona langan og þungan mollukafla. Hitinn er bara alveg ágætur ef maður er nálægt hafi. Redneck, redskin, whatever.
SvaraEyðaKnúsímús.
Já það er stemning í þessu lagi og redskin er eiginlega svalara en redneck. Ég bíð með eftirvæntingu eftir þrumuveðrinu.
SvaraEyða