miðvikudagur, 13. mars 2002

Secret Message of Satan

Þeir eru nú alveg endemis ruglaðir gaurarnir á baggalút. Fréttir dagsins eru m.a. af stofnun kynlausra samtaka á Íslandi, sinnar fyrstu tegundar á Norðurlöndum, núnú svo er fjallað um hinar miklu vinsældir ásatrúar í Kína og að uppáhaldsskurðgoð þarlendra sé Hænir. Mögnuðust þótti mér þó fréttin um kenningar þær sem séra Validmar Kolbeinz hefur í frammi varðandi gemmsana. Á baggalút segir:

Séra Valdimar Kolbeinz, sóknarprestur í Engey, heldur því fram að farsímar séu tól skrattans og hafi það hlutverk eitt að "sjúga úr fólki sálina". Í bréfi sem Sr. Valdimar sendi til símafyrirtækjanna setur hann fram kenningar sínar um að farsímar þurfi alls engar rafhlöður til að virka, heldur séu rafhlöðurnar einungis notaðar sem geymslupláss fyrir sálarparta sem búið er að fjarlægja úr notendum. Svo þegar búið er að ná sál notendans allri yfir í rafhlöðuna (að sögn Sr. Valdimars) er hún send til helvítis með SMS (Secret Message of Satan) skilaboðum. Beðið er eftir viðbrögðum símafyrirtækjanna.

Jahá, ekki er öll vitleysan eins.