föstudagur, 29. nóvember 2013

Súkkulaðibitakökur með hvítu & dökku súkkulaði

Súkkulaðibitakökur

Ég var í stuði fyrir smákökur um daginn og fór á stúfana. Fann þessa uppskrift hjá henni Ree sem heldur úti hinni geysivinsælu síðu The Pioneer Woman. Svo ég skellti að sjálfsögðu í þær, sérstaklega þegar ég sá að það var hvítt súkkulaði í 'ðeim. Ég veit ekki hvað það er með mig og hvítt súkkulaði, en við erum BFF.

Eitt samt: Þær eru svolítið linar þessar smákökur. Jafnvel eftir að þær hafa kólnað. Svo það gæti verið ráði að auka aðeins við hveitimagnið eða minnka smjörmagnið. Eða hafa þær aðeins lengur inní ofninum. Reyndar held ég að það væri ráð að skella deiginu inn í ísskáp í svona 2 tíma og síðan móta úr því kúlur. Geri það næst!

Svo áferðin er ekki fullkomin en bragðgóðar eru þær.

Ég gerði hálfa uppskrift en hér er heil uppskrift eins og hún kemur af beljunni.

HVAÐ
300 g smjör, við stofuhita
2 bollar sykur (eða: 1 bolli sykur og 1 bolli púddari)
2 egg
3 tsk vanilludropar
2 bollar hveiti
3/4 bolli kakó
1,5 tsk matarsódi
1 tsk salt
1,5 bolli dökkir súkkulaðidropar
2 bollar hvítir súkkulaðidropar

HVERNIG
1. Hitið ofninn í 175°C.
2. Hrærið saman smjör og sykur þar til létt og ljóst. Skafið neðan úr hliðunum.
3. Bætið við eggjunum einu í einu, hrærið, bætið svo vanillunni útí.
4. Sigtið út í hveitið og kakóið og bætið salti og matarsóda út í. Hrærið varlega þar til allt hefur blandast saman (ekki hræra of mikið).
5. Bætið súkkulaðidropunum út í og hrærið þeim varlega saman við deigið.
6. Inní ísskáp með deigið í 2 tíma.
7. Mótið kúlur úr deiginu með ísskeið og leggið á bökunarpappír. Skreytið með hvítum súkkulaðidropum.
8. Bakið í 9-11 mín og kælið á grind.

Ísköld mjólk og málið er leyst!

Súkkulaðibitakökur

miðvikudagur, 27. nóvember 2013

Símtal frá Åletjern

Åletjern ísilögð
 
Baldur fór í labbitúr og kom að Åletjern ísilagðri.

Åletjern ísilögð
 
Þá tók hann mynd af þessum hundi.

Åletjern ísilögð
 
Síðan hringdi hann í mig og lét mig hlusta á brakið í ísnum. Hann sagði:"Það hljómar eins og geislasverðin í Star Trek."

Åletjern ísilögð
 
Ég var engu nær. Svo heyrði ég holan hljóm berast frá Åletjern og þá skildi ég. Geislasverð. Ofan í Åletjern.

Untitled
 
En ég var heima með kamínunni og krípi, holi hljómurinn náði ekki að hræða mig.

föstudagur, 22. nóvember 2013

New York ostaterta

New York ostaterta

Oh my, þessi ostaterta er dásamleg! Ég hef sjaldan verið eins stolt af köku sem hefur komið út úr ofninum mínum. Há og reisuleg, áferðafalleg og mjúk, sæt með góðum keim af sítrónu. Mmm...
Eins og þær gerast bestar á góðum veitingastöðum.

Hún er líka þ-u-u-u-n-g í maga svo það er kannski vissara að plana hana ekki sem desert eftir heavy steik með rjómasósu! Ég bakaði þessa tertu þegar pabbi og Hulda komu í heimsókn og við vorum alla helgina og lengur að japla á henni. Undir lokin var borðhaldið farið að minna á Monty Python: Bara pínkuponsu myntulauf herra minn... og svo *BÚMM*.

Þessi uppskrift kemur frá Stephanie sem er með síðuna Joy of Baking.

Nokkur tips frá Stephanie:
- Tertuna þarf að baka daginn áður svo hún nái að kólna og taka sig.
- Til að koma í veg fyrir að yfirborð kökunnar rofni við bakstur leggur Stephanie til að maður hræri deigið ekki of mikið, sérstaklega þegar maður hrærir saman sykurinn og rjómaostinn. Þetta er til að koma í veg fyrir að loft gangi saman við deigið.
- Annað ráð til að koma í veg fyrir að yfirborð kökunnar rofni er að sjóða vatn, hella því í eldfast mót og stinga svo mótinu inn í heitan ofninn rétt áður en kakan fer inn. Þannig fær kakan góðan raka á meðan hún bakast. Ég hef gert þetta bæði við þessa ostaköku og við graskersostakökuna og í bæði skiptin komu kökunar heilar út úr ofninum.
- Í þriðja lagi er mikilvægt að ofbaka ekki ostakökuna. Hún er tilbúin þegar hún er orðin stinn en miðjan er áfram laus í sér.
- Að lokum er mikilvægt að smyrja formið vel því þegar kakan kólnar losa kantarnir sig frá forminu og ef formið er ekki vel smurt getur það rifið yfirborðið.

HVAÐ
Í botninn:
200 g Graham eða Digestive kex, mulið
50 g sykur
115 g smjör, bráðið

Í fyllinguna:
900 g rjómaostur (feitur), við stofuhita
200 g sykur
35 g hveiti
5 stór egg, við stofuhita
80 ml rjómi
1 msk sítrónubörkur (af lífrænni sítrónu)
1 tsk vanilludropar

Í kremið:
240 ml sýrður rjómi (feitur), við stofuhita
30 g sykur
0,5 tsk vanilludropar

HVERNIG
1. Hitið ofninn í 180°C.
2. Smyrjið 23 sm form með lausum botni. Það getur verið ráð að leggja formið í stærra form svo að allur leki úr forminu drjúpi í formið en ekki á botn ofnsins.
3. Fyrir botninn: Myljið kexið og blandið því svo saman við sykurinn og bráðið smjörið. Þrýstið kexmulningnum í formið og mótið um 2-3 sm háan kant upp með hliðum formsins. Plastið formið og setjið inní ísskáp.
4. Næst er það fyllingin. Setjið rjómaostinn, sykur og hveiti í stóra skál. Hrærið á miðlungshraða þar til osturinn er orðinn mjúkur (u.þ.b. 2 mín.).
5. Bætið við eggjunum einu í einu og hrærið vel í á milli (u.þ.b. 30 sek.). Skafið neðan úr hliðum skálarinnar.
6. Bætið útí rjómanum, sítrónuberkinum og vanillunni og hrærið þar til allt hefur blandast saman.
7. Takið botninn út úr ísskápnum og hellið fyllingunni í.
8. Setjið heitt vatn í eldfast mót og leggið í botninn á ofninum, til að tryggja tertunni raka í bakstrinum.
9. Setjið formið með ostatertunni inní ofn. Bakið í 15 mín. og lækkið þá hitann niður í 120°C og bakið áfram í 60-90 mín. eða þangað til tertan er stinn en miðjan er enn laus í sér. Skekið formið aðeins til að sjá hvort miðjan hristist. Hjá mér reyndist nóg að baka tertuna í 75 mín. í heildina því ofninn er frekar öflugur.
10. Á meðan tertan er í ofninum er ráð að útbúa kremið sem fer ofaná. Hrærið saman sýrða rjómanum, sykri og vanillu.
11. Takið tertuna úr ofninum þegar hún er tilbúin og smyrjið kreminu ofaná. Aftur inní ofn og bakið áfram í 15 mín.
12. Takið tertuna úr ofninum. Rennið hnífi eftir köntum formsins til að losa ostatertuna frá forminu. Leyfið tertunni að kólna niður í herbergishita áður en hún er sett inn í ísskáp. Plastið og setjið inní ísskáp í nokkra tíma, helst yfir nótt.

Þessa tertu er æðislegt að bera fram með ferskum berjum.

New York ostaterta

miðvikudagur, 20. nóvember 2013

Brunch & Fantekjerringkollen

Annar hluti af heimsókn pabba og Huldu:

Á sunnudaginn var enn betra veður en á laugardeginum, nema kaldara. Því hentaði sá dagur fullkomlega í að gå på tur. Við pökkuðum hefðbundnu norsku turnesti (Kvikk lunsj og appelsínum) og líka rúnstykkjum og nýbökuðum tebollum.

Síðan röltum við út að Åletjern og sýndum pabba og Huldu vatnið, skóginn, stökkpallinn og varðeldsskýlið.

Frá Åletjern gengum við sem leið lá upp á hæsta kollinn sem er einmitt Fantekjerringkollen. Við vorum alveg í takt við heimamenn sem virtust allir vera mættir á svæðið til að fara í søndagstur.

Upp á Fantekjerringkollen voru einhverjir göngugarpar búnir að kveikja smá eld og höfðu hitað sér kaffi til að fá sér með pylsum og lompum. Hér geyma göngugarpar pylsur í hitabrúsa. Við vorum með rúnstykki í poka.

Á meðan við jöpluðum á nestinu horfðum við yfir víðan dalinn sem við manni blasir af Fantekjerringkollen: skógivaxnar hæðir teygja sig inn í land svo langt sem augað eygir og Norsjø rennur yfir landið.

Á bakaleiðinni gengum við rösklega enda degi farið að halla og tekið að kólna í lofti. Við náðum úr okkur nóvemberhrollinum þegar inn var komið: Baldur kveikti uppí kamínunni og ég hitaði kakó á línuna.

Nú eru gestirnir flognir heim og það er svolítið skrýtið að vera ein í kotinu.

Brunch!

Stökkbrettið út í Åletjern

Stökkpallurinn við Åletjern

Skýlið

Á Fantekjerringkollen

Fantekjerringkollen

Legið á grein

Jarðbundið hengirúm

Mosi

Horfa á vidjó í skóginum

Horfa á norskar auglýsingar í skóginum

Hulda og mosamyndatakan

Untitled

mánudagur, 18. nóvember 2013

Larvik, Sandefjord & Tønsberg

Þessa helgina höfðum við gesti frá Íslandi: pabba og Huldu!

Mikið svakalega var gaman að fá þau í heimsókn. Og þau voru svo ljónheppin að rigningarnar sem hafa herjað á okkur í haust, þungu skýin og kuldinn í lofti tóku öll frí þessa helgi og í staðinn var okkur boðið upp á heiðríkju og 15 stiga hita. Glæsilegt!

Við notuðum þessa helgi til að rúnta aðeins um nágrannabyggðir og fara í fjallgöngu. Ég tók svo margar myndir að ég ætla að skipta frásögninni í tvennt og segja ykkur frá laugardeginum hér í þessari færslu.

Á laugardaginn fórum við nefnilega í svo skemmtilegan bíltúr. Þar sem við Baldur erum ekki á bíl höfum við kynnst okkar nánasta umhverfi frekar vel en ekki nágrannabyggðum. Við ákváðum því að taka góðan rúnt á laugardeginum og fórum til Larvikur, Sandefjord og Tønsberg.

Í Larvik stoppuðum við á bensínstöð til að kaupa lakkrís í poka og bensín á bílinn. Skoðuðum líka höfnina, rákumst á flennistórt skilti með nafninu Skotta (sem við pabbi urðum að fá mynd af okkur við!), rákumst á hjón skorin út í við og reyndum við skutul á þurru landi.

Í Sandefjord röltum við um bæinn, skoðuðum margar verslanir með fínan varning og fengum okkur kakó á kaffihúsinu Håndverkeren sem liggur við Kongensgate. Það er greinilegt að þrátt fyrir sumarlegt verður er jólaundirbúningur hafinn því á kaffihúsinu var hægt að fá jólaglögg og piparkökur.

Í Tønsberg röltum við að Slottsfjelltårnet og virtum turninn fyrir okkur í kvöldhúminu, skoðuðum flottheitin hjá húsgagnahönnuðinum Bolia (fengum okkur aftur kakó þar) og enduðum á því að borða æðislegan kvöldverð á hafnarveitingastaðnum Havariet eftir að hafa fengið meðmæli frá lókal Tønsbergurum.

Keyrðum svo heim í fullu tungli, margs vísari.

Í Larvikurhöfn
 
Hulda í myndagír
 
Í Larvikurhöfn
 
Höfnin í Larvik
 
Untitled
 
Untitled
 
Skotta
 
Untitled
 
Untitled
 
Untitled
 
Untitled
 
Untitled
 
Untitled
 
Untitled
 
Knús!
 
Knús!
 
Untitled
 
Untitled
 
Á kaffihúsinu Håndverkeren
 
Á kaffihúsi í Sandefjord
 
Untitled
 
Untitled
 
Flöskur
 
Jólaglögg
 
Jólaglögg komið í verslanir
 
Brjóstsykrar
 
Brjóstsykrar
 
Öskjur
 
Litríkar öskjur
 
Á kaffihúsinu
 
Götur Sandefjord
 
Á götum Sandefjord
 
Untitled
 
Hreindýr í glugga
 
Hreindýr í glugga
 
Untitled
 
Stoppuðum hér á leiðinni til Tønsberg til að heilsa upp á hrossin
 
Tveir á túni, annar í kápu
 
Tveir á túni, annar í kápu
 
Untitled
 
Tønsberg
 
Tønsberg í kvöldhúminu
 
Untitled
 
Movember
 
Movember í Bolia
 
Untitled
 
Skakka hurðin í Tønsberg
 
Skakka hurðin í Tønsberg
 
Untitled
 
Á röltinu í Tønsberg
 
Á röltinu
 
Jólatré á hafnarbakkanum
 
Jólaljós á hafnarbakkanum