miðvikudagur, 20. nóvember 2013

Brunch & Fantekjerringkollen

Annar hluti af heimsókn pabba og Huldu:

Á sunnudaginn var enn betra veður en á laugardeginum, nema kaldara. Því hentaði sá dagur fullkomlega í að gå på tur. Við pökkuðum hefðbundnu norsku turnesti (Kvikk lunsj og appelsínum) og líka rúnstykkjum og nýbökuðum tebollum.

Síðan röltum við út að Åletjern og sýndum pabba og Huldu vatnið, skóginn, stökkpallinn og varðeldsskýlið.

Frá Åletjern gengum við sem leið lá upp á hæsta kollinn sem er einmitt Fantekjerringkollen. Við vorum alveg í takt við heimamenn sem virtust allir vera mættir á svæðið til að fara í søndagstur.

Upp á Fantekjerringkollen voru einhverjir göngugarpar búnir að kveikja smá eld og höfðu hitað sér kaffi til að fá sér með pylsum og lompum. Hér geyma göngugarpar pylsur í hitabrúsa. Við vorum með rúnstykki í poka.

Á meðan við jöpluðum á nestinu horfðum við yfir víðan dalinn sem við manni blasir af Fantekjerringkollen: skógivaxnar hæðir teygja sig inn í land svo langt sem augað eygir og Norsjø rennur yfir landið.

Á bakaleiðinni gengum við rösklega enda degi farið að halla og tekið að kólna í lofti. Við náðum úr okkur nóvemberhrollinum þegar inn var komið: Baldur kveikti uppí kamínunni og ég hitaði kakó á línuna.

Nú eru gestirnir flognir heim og það er svolítið skrýtið að vera ein í kotinu.

Brunch!

Stökkbrettið út í Åletjern

Stökkpallurinn við Åletjern

Skýlið

Á Fantekjerringkollen

Fantekjerringkollen

Legið á grein

Jarðbundið hengirúm

Mosi

Horfa á vidjó í skóginum

Horfa á norskar auglýsingar í skóginum

Hulda og mosamyndatakan

Untitled

Engin ummæli: