Þessa dagana sit ég og les fyrir eitt stykki upptökupróf. Ekki hef ég þó varið öllum mínum stundum í skólabækur því í allt of stuttan tíma átti hug minn allan bókin Sumarljós, en svo kemur nóttin eftir Jón Kalman Stefánsson.
Ekki vil ég skemma neitt fyrir þeim sem eiga eftir að lesa hana með óþarfa útlistunum, en læt það hins vegar uppi að ég lagði bókina varla frá mér, þótti verst að hún væri búin og að ég ætla að lesa meira eftir Jón Kalman við fyrsta hentugleika.
2 ummæli:
Ó gangi þér vel, elsku snáði.
Mikið er gaman að JKSt féll í góðan jarðveg. Pant fá bókina lánaða næst þegar ferð fellur!
Þakka bara fyrir kærlega fyrir góða gjöf og velfarnaðaróskir. Að sjálfsögðu lána ég þér bókina í næstu salíbunu hingað til Íslendinganýlendunnar í suðri, þó það nú væri.
Skrifa ummæli