fimmtudagur, 31. júlí 2003

Bíó

Bjartsýnin borgar sig. Það er nefnilega enn verið að sýna Hollywood Ending svo við ætlum að skella okkur í bíó núna. Góðar stundir.

miðvikudagur, 30. júlí 2003

Morgunkúr

Og meira af morgunbrölti okkar kópanna. Vorum harðákveðin í gærkvöldi að vakna á sama tíma og í fyrramorgun, þ.e. 06:30, til að fara í kraftgöngu.

Ég er þó hrædd um að eitthvað hafi skolast til þegar sú ákvörðun var vistuð því þegar við vöknuðum fyrst í morgun vorum við svo hryllilega þreytt að halda mætti að einhver hefði lætt svefnlyfi í drykkjarvatnið (t.d. flóaðri mjólk með hunangi og bananabita!).

Við sváfum sem sagt yfir okkur og áttum fullt í fangi með að mæta á réttum tíma í vinnuna. Í staðinn erum við enn ákveðnari en ella að vakna snemma í fyrramálið og kraftganga meðfram sjónum. Við skulum!

þriðjudagur, 29. júlí 2003

Morgunhringurinn

Hreyfing dagsins í dag fólst í kraftgöngu í morgunsárið. Við gengum meðfram sjávarsíðunni á Kársnesinu og áðum síðan á stað sem kjörinn er til að pústa því þar er bekkur og aðstaða til upphífinga. Nenni maður hins vegar engu slíku er hægt að dunda sér við að lesa á skilti með fróðleik um fuglalífið sem þarna er að finna.

Við nenntum hins vegar alveg og gerðum magabeygjur áður en við kraftgengum heim á leið. Þetta er alveg frábær líkamsrækt sem ég mæli með við alla.

Núna er ég hins vegar mætt í vinnuna og ætti með réttu að vera að vinna en mér finnst þó alltaf best að byrja vinnudaginn á því að fara "morgunhringinn" á netinu, þ.e. athuga allan póst og fréttir og slúður ættingja og vina.

Ég álpaðist reyndar inn á vefinn kvikmyndir.is og sá þá mér til mikillar ánægju að sýningar á Woody Allen myndinni Hollywood Ending væru hafnar. Við nánari athugun sá ég líka að seinasta sýningin var í gær :(
Soddan bömmer.

Ég ætla nú samt að hringja og athuga til öryggis hvort svo sé því tilhugsunin um að þurfa að bíða eftir að hún komi út á spólu setur daginn alveg úr skorðum. Og dramaverðlaun ársins hlýtur...

föstudagur, 25. júlí 2003

Skrælinginn snýr aftur!!!(24)

Já nú er maður kominn heim frá útlöndum. Undanfarnir dagar hafa farið í að skræla mig eins og appelsínu og er það sérdeilis sniðugt sport, í það minnsta hentar það vel sem hliðaráhugamál ef manni finnst gaman að snorkla við franskar strendur í hitabylgjum.

Það er nú alveg þrælgaman að snorkla þarna úti og hefi ég ákveðið að leggja drög að bókinni Synt með sardínum og má búast við að hún veiti bókinni Dansar við úlfa harða samkeppni í njólabókaflóðinu sem er væntanlegt seinna.

En þó svo að það sé gaman á erlendri grund með folöldum, sardínum, úlföldum, hekkmorðingjum, uppstoppuðum hundum, Geirmundi Heljarskinni og öllu því ágæta sem þarna er að finna þá finnst mér alltaf yndislegt að komast aftur í kexverksmiðjuna.

miðvikudagur, 23. júlí 2003

Tilraun

Strax eftir að ég postaði seinustu færslu fór ég að sjálf að prófa að laga heimasíðuna enda þaulvön þeirri hugsun að neyðin kenni nöktum að spinna. Mér virðist hafa tekist að koma íslenskum stöfum aftur inn á heimasíðuna og þar var í sjálfu sér mjög einfalt.

Hins vegar tekst mér ómögulega að fá nafnið mitt til að birtast með íslenskum stöfum, mér til mikillar gremju svo ekki verði meira sagt (svona klassískur úrdráttur eins og í Íslendingasögunum, haha). Nú hefur SOS kallið sem sagt breyst og aðlagast að nýjum aðstæðum og hljóðar nú svona: Ef einhver kann að breyta nafni meðlima um hverja blogger síðu má sá hinn sami senda mér línu, takk.

Annars er það að frétta af mér að ég sit hér í Odda og hef ekkert annað að gera en flakka um netið. Mig langar hins vegar heil ósköp að komast í vinnunna en það er aftur á móti ómögulegt.

Svo er mál með vexti að þegar ég fór utan lét ég Önju (sem er aðstoðarmaður eins og ég) fá lykilinn minn að skrifstofunni á meðan ég væri í burtu. Í gær sendi ég henni síðan póst og sagðst mæta til vinnu í dag og bað um lykilinn en enn hef ég ekkert svar fengið.

Ég næ ekki einu sinni í Unni, vinnuveitandann, til að komast inn á skrifstofuna svo nú er illt í ári. Örugglega eitthvert samsæmir huxa ég bitur. Já, samsæri um að gefa mér færi á að slappa af og vinna upp næstum þriggja vikna netleysi :)

Fregnir

Erum komin heim eftir thriggja vikna sumarfri. Vorum fimm naetur i London og sidan tvaer vikur a Bretagne skaga. Lentum i hitabylju sem endadi med thvi ad sla oll hitamet tharna a Skaganum. Hefur vist ekki ordid eins heitt i einhver 45 ar. Erum nuna solbrunin og hofum bratt hamskipti :)

Vid skiljum hvorki upp ne nidur hvad gengur a hja blogger med thessi blessudu ???? Ef einhver hefur hugmynd um hvernig ber ad laga thetta thaetti okkur vaent um ad fa leidbeiningar. Thangad til efast eg um ad mikid verdi bloggad a thessum bae.

Nanari og betri lysing a ferdinni verdur gefin sidar asamt thvi sem servaldar myndir verda birtar. Annars man eg eftir ad hafa sagt thad sama um Graenlandsferdina og enn er ekkert komid um hana. Spark i rassinn. Laet thetta duga i bili.