þriðjudagur, 29. júlí 2003

Morgunhringurinn

Hreyfing dagsins í dag fólst í kraftgöngu í morgunsárið. Við gengum meðfram sjávarsíðunni á Kársnesinu og áðum síðan á stað sem kjörinn er til að pústa því þar er bekkur og aðstaða til upphífinga. Nenni maður hins vegar engu slíku er hægt að dunda sér við að lesa á skilti með fróðleik um fuglalífið sem þarna er að finna.

Við nenntum hins vegar alveg og gerðum magabeygjur áður en við kraftgengum heim á leið. Þetta er alveg frábær líkamsrækt sem ég mæli með við alla.

Núna er ég hins vegar mætt í vinnuna og ætti með réttu að vera að vinna en mér finnst þó alltaf best að byrja vinnudaginn á því að fara "morgunhringinn" á netinu, þ.e. athuga allan póst og fréttir og slúður ættingja og vina.

Ég álpaðist reyndar inn á vefinn kvikmyndir.is og sá þá mér til mikillar ánægju að sýningar á Woody Allen myndinni Hollywood Ending væru hafnar. Við nánari athugun sá ég líka að seinasta sýningin var í gær :(
Soddan bömmer.

Ég ætla nú samt að hringja og athuga til öryggis hvort svo sé því tilhugsunin um að þurfa að bíða eftir að hún komi út á spólu setur daginn alveg úr skorðum. Og dramaverðlaun ársins hlýtur...