miðvikudagur, 30. júlí 2003

Morgunkúr

Og meira af morgunbrölti okkar kópanna. Vorum harðákveðin í gærkvöldi að vakna á sama tíma og í fyrramorgun, þ.e. 06:30, til að fara í kraftgöngu.

Ég er þó hrædd um að eitthvað hafi skolast til þegar sú ákvörðun var vistuð því þegar við vöknuðum fyrst í morgun vorum við svo hryllilega þreytt að halda mætti að einhver hefði lætt svefnlyfi í drykkjarvatnið (t.d. flóaðri mjólk með hunangi og bananabita!).

Við sváfum sem sagt yfir okkur og áttum fullt í fangi með að mæta á réttum tíma í vinnuna. Í staðinn erum við enn ákveðnari en ella að vakna snemma í fyrramálið og kraftganga meðfram sjónum. Við skulum!