þriðjudagur, 26. mars 2013

Sældin í tilverunni

Brunch á Bergsson mathúsi

Humar og sniglar á Forréttabarnum

Pekanpie á Forréttabarnum

Í gær var það síðbúinn brunch á Bergsson mathúsi, í kvöld voru það humar og sniglar á Forréttabarnum. Að ógleymdri pekanbökunni, jeminn.

Það er ekki tekið út með sældinni að vera til.

Við vorum á einhverju sunnudagsrölti um miðbæinn í gær. Kíktum inn á Landromat, tékkuðum á brönsmatseðli þeirra. Fórum aftur út. Kíktum inn á Bergsson mathús. Kíktum á brönsmatseðilinn þeirra. Settumst niður og höfðum það notó.

Rut amma hefði átt afmæli í dag. Hefði orðið 96 ára. Þess vegna fórum við í fylgd nokkurra úr ættinni á Forréttabarinn. Til hamingju með daginn!

Ég verð að læra að baka svona pekanböku. Æ annars, kannski ekki svo viturlegt.

sunnudagur, 17. mars 2013

Verndarinn í miðbænum

Það er svo gaman að búa svona við miðbæinn. Það er frábært að geta prófað bíllausan lífsstíl og fara allra sinna leiða fótgangandi eða hjólandi. Veturinn hefur líka verið í mildari lagi og snjórinn ekki verið til mikilla trafala.

Á rölti okkar um bæinn í gær rákumst við á þennan fallega Ganesh í portinu inn til Kramhússins. Hann var öllum vopnum búinn: með múdrur á fingrum, lótus blóm í hendi og óm merkið áletrað í lófa og á rana. Æ, hvað hann er fínn!

Ganesh var sonur Shiva og Parvati og lenti í leiðinlegum misskilningi sem varð til þess að faðir hans hjó af honum höfuðið. Þegar hann hafði gert sér grein fyrir mistökum sínum kallaði hann á varðmenn sína og bað þá hafa snar handtök, nú þyrfti höfuð og það strax! Og hvað haldiði, þarna er fíll að rölta hjá og þeir stökkva til, höggva af honum höfuðið og koma því á bol litla Ganesh, sem er btw bara soldill polli sem var að passa mömmu sína.

Í skaðabætur fyrir höfuðlausn lofaði Shiva Ganesh því að vera sá guð sem alltaf fyrstur er nefndur á nafn í lofgjörðum manna, og því er það svo að í bhajans/kirtan meðal hindúa er alltaf fyrst sunginn möntrusöngur til heiðurs Ganesh. Hann er verndari ferðalanga og riður hindrunum úr vegi. Engin furða að ég hafi sterkar taugar til fílastráksins míns.

Í Indlandi fer maður varla upp í þá rútu eða rick shaw að ekki sjái maður Ganesh dingla neðan úr baksýnisspeglinum. Það er þá helst í Kerala að Ganeshi hefur verið skipt út fyrir Jósef, Maríu og Jesú litla vöggubarni.

Já, maður þarf víst ekki að fara svo langt til að hitta fyrir verndarann mikla. Bara kíkja niðrí bæ, finna  hvar Grænn kostur er og þá er Kramhúsið þar. Svo er þarna bókabúð við hliðiná sem ég hef lengið ætlað mér að kíka í. Læt verða af því fljótlega.

Svo ef maður fer upp allt Skólavörðuholtið hittir maður fyrir annan mikinn verndara. Just sayin!

Ganesh í miðbæ Rvk
 
Untitled
 
Untitled
 
Untitled
 
Untitled
 
Á Skólavörðustíg
 
Untitled
 
Untitled
 
Untitled
 
Untitled
 
Untitled
 
Húsin í borginni
 
Retró
 
Untitled
 
Hallgrímskirkjuhurð

laugardagur, 16. mars 2013

Þrífóturinn prófaður í fyrsta sinn

Ég fór út að Gróttu í gær í þessu dýrindisbjartviðri. Það var vissulega bjart. En það er ekki þar með sagt að veðrið hafi verið gott. Látið myndirnar hér að neðan ekki blekkja ykkur: það var hífandi rok meðfram allri strandlengjunni og verst lét kári þegar ég var komin á Gróttu, og þar reyndi ég svo að hýrast í bítandi kuldanum til að sinna áhugamálum mínum.

Ástæðan fyrir því að ég fór út í þetta gluggaveður var sú að mig langaði að prófa nýja þrífótinn sem ég fékk í jólagjöf. Svo hafði mér líka áskotnast fjarstýring á myndavélina og nú fannst mér kominn tími á að prófa þessar nýju, fínu græjur. Svo mín vippaði myndavél og þrífæti ofan í körfuna á hjólinu og hélt niður á Gróttu. Á leiðinni varð ég reyndar að stöðva þó nokkrum sinnum til að mynda litina og landslagið.

Það var hins vegar við Gróttu sem ég tók þrífótinn fram, dró langa fætur hans alla leið út svo þeir næðu örugglega niður á jörð, stillti honum upp og horfði með ástaraugum á gripinn. Varð í næstu andrá að kasta mér á hann til að tryggja að hann fyki ekki um koll.

Ég var hátt í klukkutíma að gera tilraunir því ég lenti í smá basli með fjarstýringuna, náði ekki að fá hana til að virka. Stutt símtal í Baldurinn og hann fletti þessu upp fyrir mig. Sjálf var ég orðin svo krókloppin á höndum að ég hefði ekki getað mundað hönd og fingur á smáu lyklaborði símans til að finna þetta sjálf.

Prófanir á þrífót og fjarstýringu gengu vel. Nú er bara næst að fara út í minni vindi svo bæði ég og þrífóturinn fáum betur þrifist.

Horft yfir á fjallagarðinn
 
Esjan
 
Untitled
 
Untitled
 
Höfnin
 
Untitled
 
Untitled
 
Í slipp
 
Fjarstýringin
 
Fyrsta sjálfsmyndin af þrífætinum
 
Virkar þetta?
 
Untitled
 
Untitled
 
Þrífóturinn!

föstudagur, 15. mars 2013

Lúxushummus

Við erum enn að ganga á kjúklingabaunaforðann frysta. Í dag bjó ég til hummus upp úr sjálfri mér, studdist reyndar við grunn að hummus sem ég hafði gert áður með sýrðum rjóma, en svo hætti ég að vilja fylgja þeirri uppskrift og tók að hrista ofan í matvinnsluvélina ýmsar mixtúrur, soldið nornalegt, og úr varð æðislegur, flöffí, mjúkur og góður hummus. Jömmí!

NB: til að tryggja flöffíleika hummusins er mikilvægt að baunirnar hafi verið vel undirbúar (lagðar lengi í bleyti + vel soðnar) svo þær hafi náð sem mestu vökva inn í sig og mýkst upp. Sjá leiðbeingar hér.

Það er varla að  maður vilji deila þessu, á maður ekki að fara fyrir einhverja nefnd og fá einkaleyfi? Æ, það er svo mikið vesen, og mun skemmtilegra að senda uppskriftina út í heiminn. Þá er ég líka líklegri til að muna eftir henni!

Ok, on y va!

HVAÐ
250 g kjúklingabaunir
1 tsk hvítlaukssalt
1 msk sýrður rjómi
1/2 dl ólívuolía
2 tsk sítrónusafi
dass af þurrkaðri papríku
dass af þurrkuðum rauðum pipar (mildum)
dass af tamarí sósu
svartur pipar

HVERNIG
Ef baunirnar koma beint úr frysti: leggja þær í djúpa skál, hella yfir þær sjóðandi vatni og leyfa að standa í 5 mínútur áður en vatninu er hellt af.

Blanda öllu saman í matvinnsluvélinni og svo smakka sig áfram með þurrkuðu papríkuna og tamarí sósuna. Mér finnst gott að hafa aðeins meira en minna af henni því þá verður hummusinn saltari, en hér er þó um ákveðinn gull veg að ræða sem best er að feta varlega.

Þessi hummus er æðislegur ofan á hrökkbrauð eða sem dýfa fyrir grænmeti. Hollur, trefjaríkur, ríkur af próteini og lífsgleði!

Lúxushummus
 
Untitled
 
Untitled

fimmtudagur, 14. mars 2013

Klassískur hummus

Við tókum okkur til um daginn og suðum heilan poka af kjúklingabaunum og útkoman var svo góð að ég vil deila aðferðinni  með ykkur. Við leyfðum baununum að liggja í bleyti í allavega 24 tíma, en ég held það hafi jafnvel verið nær 30 tímum. Létum smá matarsóda út í vatnið. Skiptum um vatn allavega einu sinni á meðan á bleytingu stóð. Síðan skiptum við aftur um vatn, leyfðum suðunni að koma upp, skiptum þá aftur um vatn og leyfðum suðunni að koma aftur upp. Suðum þar til þær voru orðnar mjúkar milli fingra og leyfðum þeim síðan að liggja í vatninu á meðan það kólnaði aðeins áður en við helltum af þeim.

Úr þessari handavinnu urðu einar þær mýkstu og bestu kjúklingabaunir sem við höfum soðið. Miklu betri en þær sem maður kaupir tilbúnar í krukku, jafnvel þó þær séu lífrænar og fínar. Svo skipti ég þeim upp í 300g poka og frysti, einfalt mál. Svo í stuttu  máli sagt: mæli eindregið með að gera þetta sjálf og vanda vel til verksins.

En hvað á maður svo að gera með allar þessar kjúklingabaunir? Mér finnst frábært á vetrarkvöldum að útbúa hummus sem síðan má hafa í kvöldnasl eða smyrja á samlokur.

Hér kemur uppskrift að algjörlega klassískum hummus í mínum huga, þ.e. með tahini, hvítlauk og ólífuolíu. Þessi uppskrift kemur frá Sollu Eiríks, uppúr bókinni hennar Grænn kostur Hagkaupa, en svo er hún einnig með uppskriftina aðgengilega á heimasíðu sinni Himneskt.

HVAÐ
3 ½ dl soðnar kjúklingabaunir 
2 msk vatn
2 msk tahini
2 msk sítrónusafi
1-2 hvítlauksrif, pressuð
½ - 1 tsk salt
¼ tsk cuminduft
cayenne pipar af hnífsoddi
1-2 msk góð ólífuolía
1 msk steinselja eða kóríander, smátt saxað

HVERNIG
Ef baunirnar koma beint úr frysti: leggja þær í djúpa skál, hella yfir þær sjóðandi vatni og leyfa að standa í 5 mínútur áður en vatninu er hellt af.

Allt hráefnið sett í matvinnsluvél og maukað saman þar til silkimjúkt og kekklaust. Geymist í 5-7 daga í kæli í loftþéttu íláti. Gott að borða með fersku, niðursneiddu grænmeti eða sem álegg ofan á brauð.

Hummus
 
Grænmeti
 
Pistasíuhnetur
 
Untitled

þriðjudagur, 12. mars 2013

Baldur í tökum

Baldur var við tökur í Nauthólsvíkinni í gær. Hljómar smart, ekki satt?

Hann var með úrvalslið á bak við sig: verðlaunaleikstjóra, verðlaunakvikmyndatökumann og verðlaunakvikmyndagerðarmann. Reyndar var þetta allt einn og sami maðurinn.

Svona var þetta (ég veit því ég sá): Baldur mætti á svæðið og djöflaðist einhver heil ósköp í grindum og tækjum og á grassverðinum, á meðan leikstjórinn og kvikmyndatökumaðurinn og kvikmyndagerðarmaðurinn varð að hafa sig allan við til að festa ósköpin á mynd. Upphífur og apaklifur, armbeygjur og lever plankar, hent inn smá hugleiðslu og urdhva dhanurasana.

Þegar tökum var lokið og við skötuhjú á leið heim stoppuðum við á Klambratúni til að leika okkur aðeins í rólunni. Sem var gaman en ekki mjög skynsamlegt því mér var mjög mál, og svo fékk ég hláturskast...

Hér eru nokkrar myndir frá deginum og neðst er smá stop motion myndband sem ég klippt af okkur apaköttum í aparólu. Njótið!

Baldur á leið í tökur
 
Með kvikmyndatökumanninum/leikstjóranum
 
Hugleitt í Nauthólsvík
 
Untitled
 
Klifurapi
 
Untitled
 
Á Klambratúni
 
Ullabara!
 
Í rólunni!
 
Hún er æði!
 
Þokkalega!
 
Stuð!
 
Untitled
 
Untitled
 
Ég pissa í mig af hlátri!