þriðjudagur, 4. maí 2004

Afmæliskaffi

Síðasta prófið að baki! Að því tilefni fór ég í síðbúið afmæliskaffi til Kalla afa, sem átti afmæli í gær. Þar var glatt á hjalla og mikið af góðu fólki í góðu skapi, skoðaðar myndir, spjallað og hlegið. Nú er ég að fara að sofa og er með hálfgert samviskubit því ég er ekki búinn að læra heima í tólf tíma!!
____

ATH - þessi færsla er skrifuð af Baldri en ekki af Ásdísi eins og virðist vera. Tæknilegir örðugleikar koma í veg fyrir að við getum breytt þessu og biðjumst við innilegrar velvirðingar á því :)