Sýnir færslur með efnisorðinu Ferðalög. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Ferðalög. Sýna allar færslur

sunnudagur, 17. ágúst 2014

Vestmannaeyjar

Við fórum í frábæra heimsókn til Vestmannaeyja um helgina. Veðrið lék við okkur allan tímann og náttúrufegurðin í Eyjum er af öðrum heimi.

Við gistum hjá foreldrum Huldu sem höfðu tekið fallegan bústað á leigu ásamt móðurystur Huldu og hennar manni. Fyrsta kvöldið vorum við síðan svo heppin að frændi Huldu tók okkur í smá túr um Heimaey en hann býr einmitt á eyjunni. Við lærðum m.a. að heimamenn eru mjög gefnir fyrir uppnefni hverskonar og eru að öllu leyti miklir húmoristar.

Daginn eftir kíktum við á safnið Eldheima þar sem maður lærir um gosið í Eyjum '73. Eftir heimsókn á safnið gengum við upp á hraunið sem stendur nánast í bænum. Við pabbi leituðum að húsinu hans Þórðar afa og fundum götuna sem hann bjó við. Sérkennilegt til þess að hugsa að mörgum metrum fyrir neðan mann hafi hús langafa manns staðið. 

Þegar við vorum orðin þreytt og lúin eftir hraungönguna fengum við okkur frábæran vegan mat á veitingastaðnum Gott. Síðan var kominn tími til að taka Herjólf aftur til Landeyjarhafnar.

Næst þegar ég kem til Eyja er planið að stoppa aðeins lengur og ná að sjá meira af bænum. 

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjar Vestmannaeyjar Vestmannaeyjar Vestmannaeyjar Vestmannaeyjar Vestmannaeyjar Vestmannaeyjar Vestmannaeyjar Vestmannaeyjar Vestmannaeyjar Vestmannaeyjar Vestmannaeyjar Vestmannaeyjar Vestmannaeyjar Vestmannaeyjar Vestmannaeyjar Vestmannaeyjar Vestmannaeyjar Vestmannaeyjar Vestmannaeyjar

miðvikudagur, 13. ágúst 2014

Boston



Hulda bauð mér að fljúga með sér til Boston um daginn sem ég þáði með þökkum. Á meðan Hulda stjanaði við farþegana lét ég fara vel um mig á Saga class. Við lentum síðan um kvöldið og keyrðum inn í borgina þegar sólin var að setjast. 

Næsta dag fórum við í skoðunarferð um borgina með Boston Duck Tours. Já, maður keyrir um borgina í bílabát. Á þessu nýstárlega farartæki sáum við m.a. State House, Bunker Hill og Prudential Tower, og síðan keyrðum við beint út í Charles ánna. Þar sigldum við upp eftir ánni og gátum virt fyrir okkur skýjakljúfa borgarinnar.

Að skoðunarferðinni lokinni gengum við um götur borgarinnar og skoðuðum eitt og annað. Röltum í gegnum Boston Public Park og sáum hina frægu svanabáta sem eru fótstignir. Kíktum í búðir og ég gerði nokkur ansi góð kaup.

Og síðan um kvöldið flugum við til baka. Stutt en skemmtilegt smakk af áhugaverðri borg. 

Boston Boston Boston Boston Boston Boston Boston Boston Boston Boston Boston Boston Boston

þriðjudagur, 29. apríl 2014

Göngutúr um París, kvöldsigling á Signu

Seinasta daginn okkar í París fórum við í fjögurra tíma göngutúr um borginna með hópi annarra ferðamanna. Leiðsögumaðurinn okkar sýndi okkur sjarmerandi hliðargötur sem maður annars hefði ekki rambað á, benti okkur á leyniinngang að Louvre safninu og fræddi okkur um blóðugt brúðkaup úr sögu borgarinnar sem var eins og beint upp úr Game of Thrones. Og hún kenndi okkur að segja Champs Elysées sem var ansi gagnlegt.

Eftir gædaða túrinn gerðum við okkur ferð í Lúxemborgargarðinn sem mig hefur langað að sjá síðan ég las Les Misérables. Við settumst á sólbekk rétt eins og hinir gestir garðsins og sóluðum okkur í síðdegissólinni. Ég sá fyrir mér Jean Valjean og Cosette ganga arm í arm um garðinn.

Frá garðinum röltum við síðan inn í Mouffetard hverfið og þar fundum við nýja creperie á rue du Pot de Fer. Við nældum okkur í smá kvöldsnarl sem samanstóð af bragðgóðri gallette, salati og kóladrykknum Breizh cola, sem kemur frá Bretaníu. Að sjálfsögðu fengum við okkur síðan crêpe í eftirrétt.

Við kíktum því næst í kvöldsiglingu á Signu og sáum Eiffelturninn lýsast upp í náttmyrkrinu. Við enduðum kvöldið, og Parísarheimsóknina, á því að ganga um svæðið í kringum Notre Dame og hlusta á tónlistarmenn sem höfðu komið sér fyrir á Pont Notre Dame og blésu þar í saxafón og spiluðu á rafgítar.

Yndisleg Frakklandsferð í alla staði og París stendur alltaf fyrir sínu.

Place St Michel Untitled Untitled Signa Untitled Pont des Arts Píramídinn við Louvre
Jardin des Tuileries Untitled Untitled

Jardin du LuxembourgBreizh cola Notre Dame Sigldum á Signu Lifandi tónlist á Pont Notre Dame

mánudagur, 28. apríl 2014

Eiffel turninn & annar í afmæli!

Í gær hittum við vini okkar sem búa í París, þau Claire og Yoann. Við kynntumst á Indlandi, í brúðkaupi sameiginlegra vina okkar, þeirra Valery og Puspu. Það var fyrir rúmum þremur árum svo það var alveg kominn tími á endurfundi. Því miður voru vinir okkar Naomi og Flo ekki á landinu ellegar hefðum við heilsað upp á þau líka.

Hins vegar hittum við fjölskyldu Claire. Þau buðu okkur í mat til sín og þar var haldið upp á afmæli Yoann, og í leiðinni upp á afmælið hans Baldurs! Annar í afmæli! Eftir ríkulegan hádegismat, þar sem mamma Claire bar fram handa okkur graskerssúpu, grænmetissrétt og tvær tertur í eftirrétt, héldum við aftur niður í bæ þar sem við:

- Heimsóttum Le musée du quai Branly (trop cool)
- Smökkuðum churros í fyrsta sinn (jei)
- Skoðuðum Eiffel turninn og tókum túristamyndir (en ekki hvað?)
- Borðuðum gallette í kvöldmat (en ekki hvað?)

Annar í afmæli! Og blása! Fara á safn Á Le musée du quai Branly Gróðurhús Untitled Svífur yfir sverðinum Untitled Churros Untitled Untitled Untitled Untitled Túristast Undir sólsetur Kveðjustund