fimmtudagur, 13. september 2007

Nýja greiðslan

Ég var að koma af hárgreiðslustofunni og skarta nú nýrri greiðslu. Skellti mér semsé í klippingu og litun í dag enda ekki seinna vænna ætli ég á annað borð að nýta mér góðu hársnyrtiþjónustuna sem er í boði.

Ég ákvað að klippa bara sem mest af, hef ekkert við svona sítt hár að gera á ferð og flakki, en það varð þó styttra en áætlað var.
 
Ó, svo lét ég lita það eiturrautt... eða svona því sem næst. Ég get allavega fullvissað ykkur um að allur appelsínuhenni er hér með úr sögunni að sinni og einhver efnablanda búin að taka sér bólfestu á kollinum í staðinn.
 
Það er nú svolítið sniðugt að brydda upp á einhverju nýju af og til, ekki satt?

Úrval klippinga skoðað
 
Búin í hárþvottinum
 
Rautt!
 
Tada!
 
Nýja greiðslan

6 ummæli:

Tinnsi sagði...

Vá! Þetta er ekkert smá flott klipping! Til lukku.

Unknown sagði...

ó þetta er ekki eiturrautt... í mesta lagi eirrautt. Fer þér vel.

Nafnlaus sagði...

Geggjað, snilld að experimentera þarna í ytri löndunum...ódýrararara og smá space.

Unknown sagði...

Flott hárið :-)

Nafnlaus sagði...

Glæsileg klipping og liturinn fer
þér vel hlakka svo mikið til að
sjá þig.

ásdís maría sagði...

Ó, takk fyrir, ég er ánægð með "eirrauða" hárið (sem mér finnst vera eiturrautt því, trúið mér, efnalyktin var mig lifandi að drepa meðan á lituninni stóð!).

Við Andri erum greinilega af sama bergi brotin, mér finnst líka svo sniðugt að experimenta þar sem andlegt olnbogarými er meira. Ég er nefnilega stelpan sem svaf ekkert nóttina eftir fyrsta skiptið í litun, ég hafði svo miklar áhyggjur af því að mæta í skólann daginn eftir :o)

Elsku mammsý mín, ég hlakka líka svo til að sjá þig, bara rúmar átta vikur í klakann.