föstudagur, 20. september 2013

Sætt hátíðarsalat

Sætt hátíðarsalat

Hér er ein af mínum uppáhaldssalatuppskriftum: Sætt salat. Ég kalla það stundum sunnudagssalat, en það er réttara að kalla það hátíðarsalat því ég útbý það bara við sérstök tilefni, til hátíðabrigða.

Eins og til dæmis á sambúðarafmæli.

Þessa uppskrift skrifaði ég niður fyrir nokkrum árum, þegar ég var hvað mest að prófa mig áfram í hráfæði. Það tímabil var góð innspýting inn í salatgerð heimilisins.

Ég hef mætt með þetta salat í boð og samkomur og fólk hefur sleikt diska. Ég hef meira að segja poppað það upp með muldum nachos flögum og það kom mjög vel út.

HVAÐ
Góð salatblanda (t.d. Organic Girl Baby Leave ef hún er ennþá seld heima)
Baby spínatblöð
Rauð vínber
Brokkolí
Appelsínugul papríka
Döðlur
Sesamfræ

Dressing: Ólívuolía, dökkt balsamik edik, sítrónusafi, hunang, salt & pipar.

HVERNIG
1. Skolið salatblönduna og spínatið og vindið í salatvindu.
2. Skerið vínberin til helminga, brokkolíið í lítil búnt og papríkuna í strimla. Sneiðið niður döðlurnar.
3. Hendið öllu saman í fallega skál og stráið sesamfræjum yfir.
4. Blandið saman balsamik ediki og hunangi, bætið við sítrónusafanum og að lokum hellið ólívuolíu út í og hrærið stöðugt í á meðan, þangað til olían gengur saman við restina af dressingunni (hún hleypur saman).
5. Hellið dressingunni yfir salatið rétt áður en það er borið fram. Blandið vel.

Krönskröns! Njótið!

Sætt hátíðarsalat
 
Sætt hátíðarsalat
 
Sætt hátíðarsalat

Engin ummæli: