Við vörðum jólunum heima að þessu sinni, í faðmi fjölskyldunnar. Landið var komið í hátíðarbúning þegar við lentum, snjónum hafði kyngt niður dagana á undan svo úr varð algjört winter wonderland.
Í jólafríinu kíktum við á tónleika í Norræna húsinu og á jólatónleika Langholtskirkju þar sem við hlustuðum á Eivöru syngja. Við hjuggum meira að segja niður okkar eigið jólatré í Heiðmörk og skreyttum eftir kúnstarinnar reglum. Á Þorláksmessu kíktum við á Laugaveginn, á aðfangadag borðuðum við vel og á jóladag fögnuðum við afmælisdegi mínum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli