Nú er loks að komast einhver mynd á nýja heimilið í Stigeråsen. Eftir þrjár ferðir í IKEA í Osló og nokkrar í Jysk, marga tíma af því að skrúfa og hamra saman erum við nú komin með kommóðu inn í svefnherbergi og aðra inn í forstofu, skenk inn í eldhús og sex bókahillur inn í stofu.
Mesta tilhlökkunarefnið var að raða í bókahillurnar. Bókakassarnir hafa nefnilega ekki verið opnaðir í fjögur ár, eða síðan haustið 2010 þegar við pökkuðum niður Hraunbrautinni og fórum til Indlands. Það var eins og að hitta gamla vini að ljúka upp þessum kössum.
Nú getum maður með góðri samvisku haldið áfram að glápa á uppáhaldsþættina þessa dagana: Scott & Bailey og Happy Valley!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli