HVAÐ
500 g niðursoðnar kjúklingabaunir (samsvarar 2 dósum)
2 msk jómfrúarolía
2 tsk papríkuduft
1 tsk kúminduft
1 tsk svartur pipar, malaður
1 tsk sjávarsalt
1/4 – 1/2 tsk cayenne pipar
HVERNIG
Ég er talsmaður þess að sjóða sjálf kjúklingabaunir og láta það eiga sig að kaupa þær tilbúnar út í búð. Hér eru góðar leiðbeiningar að því hvernig maður ber sig að.
Hitið ofninn í 200°C. Klæðið bökunarplötu með álfilmu. Hvort sem kjúklingabaunirnar eru nýkomnar úr suðu, koma úr dós eða nýkomnar úr frysti og hafa verið hitaðar upp, þá er fyrir öllu að ná öllum vökva burt. Við viljum að baunirnar séu eins þurrar og hægt er.
Setjið baunirnar í skál, hellið olíunni og kryddinu yfir. Veltið baunununm vel upp úr kryddblöndunni og sjáið til þess að allar baunirnar séu þaktar olíu og kryddi.
Hellið því næst baununum á bökunarplötuna og dreifið vel úr þeim. Hér kemur nákvæmni og þolinmæði sér vel og mun launa sig að lokum!
Bakið inni í ofni í 30 – 40 mínútur, eða þar til baunirnar eru orðnar stökkar og gylltar. Takið úr ofninum og leyfið að kólna vel. Því betur sem þær ná að kólna áður en þær eru bornar fram í skál því betur halda þær hinum eftirsótta og dásamlega krispí faktor.
Eitt í viðbót sem þarf að gera - og sem ég held að muni ekki flækjast fyrir neinu - en það er þetta: Mjög mikilvægt að borða kíkertunaslið samdægurs. Daginn eftir, jafnvel 8-10 tímum eftir að þær koma úr ofni, hafa þær misst fyrrnefndan krispí faktor og eru orðnar seigar. Ergo, eat up!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli