mánudagur, 5. ágúst 2013

Bananapönnsur

Bananapönnsur
 
Ég bakaði bananapönnsur í gær í fyrsta sinn. Það kom mér á óvart hvað það var í raun létt verk. Og þær komu mjög vel út: heitar, mjúkar, sætar og bragðmiklar. Ekta fyrir lazy sunnudagsmorgun. Svo henta þessar pönnsur mjög vel þegar maður á vel þroskaða banana og nennir ekki að henda í bananabrauð (en ekki segja bananabrauðinu það).

Uppskriftina fann ég á síðunni allrecipes.com.
 
HVAÐ
1 bolli hveiti
1 msk sykur
2 tsk lyftiduft
1/4 tsk salt
1 egg, hrært
1 bolli mjólk
2 msk olía/bráðið smjör
2 þroskaðir bananar, stappaðir
 
HVERNIG
1. Blandið þurrefnum saman í skál. Blandið saman í annarri skál eggi, mjólk, olíu og bananastöppu.
2. Blandið þurrefnum út í bananahræruna.
3. Létt olíuberið pönnu og setjið á yfir meðalhita. Hellið sem samsvarar fjórðungi úr bolla af deig á pönnuna. Steikið þangað til báðar hliðar eru orðnar gullnar.
 
Berið fram meðan pönnsurnar eru heitar. Klassískt meðlæti er smjör og hlynsíróp, jarðarber og bláber.
 
Bananapönnsur
 
Bananapönnsur

Engin ummæli: