mánudagur, 9. júlí 2012

Misósúpa í hvelli




Ég elska misósúpur. Þær eru svo bragðgóðar og mér líður alltaf ljómandi vel eftir að hafa fengið mér skál af slíkri súpu.

Það er varla hægt að kalla þennan samtíning uppskrift en þó vil ég birta þetta hér mér til minnis. Þetta er næringarrík, hagkvæm og algörlega 5-mínútna-súpa. Baldur á heiðurinn að þessari súpu, tek það fram.

Það má hvað sem er fara í svona súpu en það er tvennt sem verður að vera til staðar: mísó og mildur laukur. Ofan á þetta má síðan spinna hvernig vef sem vill. Mér finnst best að setja ferskt grænmeti út í eins og kínakál og gúrku og svo erum við farin að setja hýðisgrjón líka því þessa dagana eigum við alltaf soðin grjón inní ísskáp.

Hér er dæmi um hversu einfalt þetta er:

Mísó
Soðin hýðisgrjón
Vorlaukur/blaðlaukur/skarlottulaukur
Kínakál
Gúrka
Gulrót
Ferskur chilli

Taka 90°C heitt vatn og hella í skál. Bæta út í einni tsk af mísó og hræra vel út í vatnið. Því næst henda hýðisgrjónunum út í, 2-3 msk kannski. Skera vorlaukinn og kínakálið fínt, rífa smá bita af gulrót, skera niður nokkrar sneiðar af gúrku og nokkrar sneiðar af chilli. Henda út í súpuna og viti menn, hún er reddí!

Himneskt sem kvikk fix í hádeginu eða í eftirmiðdaginn og stútfullt af lifandi orku úr nánast óelduðu grænmetinu. Njótið oft og vel.

3 ummæli:

Augabragð sagði...

Sneddí! En hvað er annars mísó?

ásdís maría sagði...

Beint af wikipedíunni fyrir þig mín kæra (:

Miso (みそ or 味噌?) is a traditional Japanese seasoning produced by fermenting rice, barley and/or soybeans, with salt and the fungus kōjikin (麹菌?), the most typical miso being made with soy. The result is a thick paste used for sauces and spreads, pickling vegetables or meats, and mixing with dashi soup stock to serve as miso soup called misoshiru (味噌汁?), a Japanese culinary staple. High in protein and rich in vitamins and minerals, miso played an important nutritional role in feudal Japan.

Augabragð sagði...

Snilld ;)