sunnudagur, 8. júlí 2012

Sommerslør


Namminamm, þessi þeytingur er æði! Frábær sem morgunmatur eða léttur hádegismatur, nú eða sem síðdegissnarl eða eftirréttur.

Og hann er svo einfaldur!

En það er víst það sem á við flesta þeytinga, og helsta ástæðan fyrir vinsældum þeirra á þessu  heimili.

Þessa uppskrift rakst ég á í RanaBlad sem liggur frammi í kantínunni í vinnunni. Sjáið hvaða fínerí fer í þeytinginn:

1 dl vanillukesam (á Íslandi: vanilluskyr)
1 dl appelsínusafi
2 dl frosin blanda af trópískum ávöxtum (ananas, papaya, mangó, melónum o.þ.h.) (ég átti reynar bara hunangsmelónu svo ég notaði smá bita út henni)
hálfur banani
2 tsk kanill
ísmolar ef vill

Kesam og safa hent í blandarann og blandað saman í nokkrar sekúndur. Frosnum ávöxtum, banana, ísmolum og kanill bætt við næst og blandað saman þar til hræran er orðin mjúk og gómsæt. Hellt í fallegt glas og drukkið úti í sólinni, eða þá inni ef það er gluggaveður.

Engin ummæli: