laugardagur, 7. júlí 2012

Blómin á Lovund I










Smá brot af Lovund fyrir þau ykkar sem ekki búa hér.

Við Baldur fórum í síðustu viku í smá göngutúr eftir kvöldvakt. Vorum búin með vaktina rúmum tveimur tímum fyrir áætlun og gengum heim á stuttermabolum, svo heitt var í veðri þarna um níu að kvöldi.

Hentum okkur í sturtu, tókum fram myndavélina og fórum svo aftur út í það sem við töldum vera heitt kvöld. En hér á Lovund varir aldrei neitt lengi og við urðum köld í gegn af því að fara í þriggja korters göngu og mynda blómin. Hittum einn af vaktstjórunum okkar á leiðinni sem sagðist aldrei hafa hugsað neitt sérstaklega út í blómin á eyjunni. Glöggt er gests auga, ójá.

Þegar við komum heim varð ég að skríða undir bretónska flísteppið til að fá í mig hita. Auðvitað var þetta samt þess virði, muna bara næst að fara betur klædd og ekki hugsa að húfa sé hallærisleg í lok júní.

1 ummæli:

Augabragð sagði...

Blómin gefa lífinu lit :)