laugardagur, 15. desember 2012

Afmælistvenna

Blöðrur
 
Afmæliskakan
 
Afmælisbarnið
 
Untitled
 
Blásið á kertin
 
Það var skemmtilegur dagur í gær þar sem tvö ólík afmæli bar upp á sama dag.

Annað afmælið var af óvenjulegum toga, þ.e. 1000 mánaða afmæli Péturs afa Baldurs. Við fórum í afmælisboð til Stellu og Kristjáns og hittum þar frænku þeirra Ernu og manninn hennar Kunsang og litlu stelpuna þeirra Stellu.

Eftir góða pizzu og gott spjall urðum við að bruna úr því boði því okkar beið að halda afmælisboð handa vinkonu okkar Viri. Við blönduðum saman jólaþema (rauð kerti) og afmælisþema (litríkar blöðrur) og spiluðum bæði þýska jólakórtónlist og mjaðmadill frá Grænhöfðaeyjum. Allt gott og blandað, svolítið eins og malt og appelsín.

Svo var það hrá súkkulaðiterta a la Solla Eiríks sem þjónaði sem afmælistertan. Set inn uppskriftina að henni á allra næstu dögum.

Hugguleg og notaleg kvöldstund á föstudegi. Upplögð leið til að stíga inn í helgina, umvafin góða samferðafólkinu manns.

Engin ummæli: