Þessa fyrstu daga í vinnunni þegar það var hvað heitast og maður átti hvað erfiðast með að venjast því var ég fegin hverri einustu golu sem blés um mig.
Þetta kveikti líf í kollinum á mér og ég fór að pæla í hve með- og mótvindur er í raun afstæð skilgreining. Þegar ég ligg í sólbaði kæri ég mig ekki um golur og finnst vindurinn vinna gegn mér, sem sagt algjör mótvindur. Þegar ég hins vegar að stíg upp úr sólbaðinu og fer að erfiða sendi ég hljóða þakkabæn fyrir hverja golu sem ég tel þá vinna með mér.
Pælingar daxins voru í boði veðurguðanna nær og fjær, þó aðallega þeirra sem sjá um Danmörku og område.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli