fimmtudagur, 22. júní 2006

Annar vinnudagurinn

Á öðrum vinnudegi uppfærðum við Tine fararskjóta okkur - við yfirgáfum golfbílinn og fengum okkur pallbíl.

Til að byrja með keyrði Tine en eftir hádegi var mér kastað út í djúpu laugina: ég var sett bak við stýri og kúplingu. Ég var frekar stressuð yfir því að keyra enda komið tæpt ár síðan ég þurfti þess síðast. Það sem olli mér mestu hugarangri voru hjólreiðamennirnir sem virðast koma úr öllum áttum, ég hafði nefnilega einsett mér að keyra ekki á þá.

Það gekk vonum framar að keyra í borginni, ég var fljót að grípa taktinn í umferðinni og venjast því að fiska út hjólreiðamenn og engir þeirra slösuðust við gerð þessarar færslu.

Engin ummæli: