fimmtudagur, 11. apríl 2013
Gulrótasúpa
Hér kemur ein hraustleg og góð súpa í takt við svalt vorveðrið: Gulrótasúpa með engifer, kóríander og broddkúmeni. Jömmí, gott gott gott!
HVAÐ
Góð steikingarolía
1 laukur
1 hvítlauksgeiri, pressaður
3 sm engifer, rifinn
1 tsk túrmerik
1 tsk cumin (broddkúmen)
cayenne pipar af hnífsoddi
360 g gulrætur, smátt saxaðar (samsvarar 3 bollum)
1/2 l vatn
2 msk grænmetiskraftur
4 tómatar, smátt skornir
1 dós kókosmjólk
salt og pipar eftir smekk
smá sítrónusafi
handfylli af kóríander, smátt saxaður
HVERNIG
Steikið lauk og hvítlauk í potti. Bætið rifnum engifer útí ásamt þurru kryddunum og steikið 2-5 mín. Hendið því næst gulrótum út í og steikið í stutta stund. Bætið vatninu og grænmetiskraftinum við og sjóðið í 20 mín. eða þangað til að gulræturnar eru orðnar mjúkar í gegn.
Bætið þá við söxuðu tómötunum, kókosmjólkinni, salti og pipar. Maukið súpuna með töfrasprota, bætið við svolitlu af kóríander og maukið samanvið. Bætið sítrónusafa út í og smakkið ykkur til með sítrónunni og kóríandernum.
Þessi súpa verður bara betri ef hún fær að standa og taka sig svolítið. Kjörið að elda hana í hádeginu og vera bara búin að elda kvöldmatinn! Ég er snilli!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli