þriðjudagur, 16. apríl 2013

Krókusar! Halló! Velkomnir!

Í göngutúrnum í dag var boðið upp á bæði sólskin og krókusa. Ég vissi af sólskininu fyrirfram - þess vegna fór ég út - en krókusarnir, hmm, þeir voru nice surprise.

Einhverjum kann að finnast skrýtið að sækja mikið í kirkjugarða. Ég sæki mikið í að ganga í gegnum Fossvogskirkjugarð einfaldlega vegna kyrrðarinnar og fegurðinnar. Hann er án efa einn gróðursælasti blettur borgarinnar.

Og núna bíður hann upp á krókusa í ofanálag.

Göngutúrinn bauð reyndar líka upp á sólbað í boði sólskinsins: Sólbað við Fossvoginn með útsýni yfir Kópavoginn og gamla Kársneshringinn minn. Við nikkuðum hvort annað og hann skilur af hverju ég feta hann ekki lengur; hann láir mér það ekki að ganga Fossvogshringinn núna.

Sólbað í apríl

Krókusar! Halló! Velkomnir!

Krókusar í kirkjugarðinum

Engin ummæli: