mánudagur, 28. apríl 2014

Eiffel turninn & annar í afmæli!

Í gær hittum við vini okkar sem búa í París, þau Claire og Yoann. Við kynntumst á Indlandi, í brúðkaupi sameiginlegra vina okkar, þeirra Valery og Puspu. Það var fyrir rúmum þremur árum svo það var alveg kominn tími á endurfundi. Því miður voru vinir okkar Naomi og Flo ekki á landinu ellegar hefðum við heilsað upp á þau líka.

Hins vegar hittum við fjölskyldu Claire. Þau buðu okkur í mat til sín og þar var haldið upp á afmæli Yoann, og í leiðinni upp á afmælið hans Baldurs! Annar í afmæli! Eftir ríkulegan hádegismat, þar sem mamma Claire bar fram handa okkur graskerssúpu, grænmetissrétt og tvær tertur í eftirrétt, héldum við aftur niður í bæ þar sem við:

- Heimsóttum Le musée du quai Branly (trop cool)
- Smökkuðum churros í fyrsta sinn (jei)
- Skoðuðum Eiffel turninn og tókum túristamyndir (en ekki hvað?)
- Borðuðum gallette í kvöldmat (en ekki hvað?)

Annar í afmæli! Og blása! Fara á safn Á Le musée du quai Branly Gróðurhús Untitled Svífur yfir sverðinum Untitled Churros Untitled Untitled Untitled Untitled Túristast Undir sólsetur Kveðjustund

Engin ummæli: