miðvikudagur, 13. ágúst 2014

Boston



Hulda bauð mér að fljúga með sér til Boston um daginn sem ég þáði með þökkum. Á meðan Hulda stjanaði við farþegana lét ég fara vel um mig á Saga class. Við lentum síðan um kvöldið og keyrðum inn í borgina þegar sólin var að setjast. 

Næsta dag fórum við í skoðunarferð um borgina með Boston Duck Tours. Já, maður keyrir um borgina í bílabát. Á þessu nýstárlega farartæki sáum við m.a. State House, Bunker Hill og Prudential Tower, og síðan keyrðum við beint út í Charles ánna. Þar sigldum við upp eftir ánni og gátum virt fyrir okkur skýjakljúfa borgarinnar.

Að skoðunarferðinni lokinni gengum við um götur borgarinnar og skoðuðum eitt og annað. Röltum í gegnum Boston Public Park og sáum hina frægu svanabáta sem eru fótstignir. Kíktum í búðir og ég gerði nokkur ansi góð kaup.

Og síðan um kvöldið flugum við til baka. Stutt en skemmtilegt smakk af áhugaverðri borg. 

Boston Boston Boston Boston Boston Boston Boston Boston Boston Boston Boston Boston Boston

Engin ummæli: