laugardagur, 9. ágúst 2014

Gleðigangan


Við kíktum á Gleðigönguna með familíunni og áttum alveg yndislegan dag niðri í bæ. Bærinn var pakkfullur af fólki enda frábært veður.

Stjarnan í göngunni var að sjálfsögðu Páll Óskar á svaninum, eða litla ljóta andarunganum eins og hann kallaði hann. Gleðigangan hófst við BSÍ og sniglaðist þaðan út að Arnarhóli þar sem skemmtiatriði á sviði tóku við.

Eftir Arnarhól hélt hersinginn út í Fógetagarð á matarmarkaðinn í smá miðdegishressingu áður en haldið var austur í Hlíðar.

Ég tók saman smá vidjó frá deginum (hér að ofan) og síðan eru nokkrar myndir hér að neðan.

Gay Pride Gay Pride Gay Pride Gay Pride Gay Pride Gay Pride Gay Pride Gay Pride Gay Pride Gay Pride Gay Pride Gay Pride Gay Pride Gay Pride Gay Pride

Engin ummæli: