föstudagur, 8. ágúst 2014

Akrafjall


Haldiði að maður hafi ekki bara skellt sér upp á Akrafjall í góðra vina hópi? Pabbi plataði okkur í fjallgöngu með gönguhópnum sínum og ég plataði Maríu og Kára svo úr varð úrvalshópur því Birgitta og Emma slógust líka með í för.

Við fengum fínt veður þó smá skúrir hafi gert vart við sig. Eitthvað var líka lofthræðsla að láta á sér kræla meðal tiltekinna fjallagarpa, en með dyggum stuðningi okkar hinnar tókst að yfirbuga hana.

Uppi á toppi áðum við til að njóta útsýnisins og sáum einmitt yfir Akranesbæ. Leiðin niður sóttist síðan vel því við völdum aflíðandi brekkur. Allt í allt var gangan auðveld og skemmtileg og félagskapurinn eðal.

Untitled Untitled Untitled Untitled Untitled Untitled Untitled Untitled Untitled

Engin ummæli: