sunnudagur, 17. ágúst 2014

Vestmannaeyjar

Við fórum í frábæra heimsókn til Vestmannaeyja um helgina. Veðrið lék við okkur allan tímann og náttúrufegurðin í Eyjum er af öðrum heimi.

Við gistum hjá foreldrum Huldu sem höfðu tekið fallegan bústað á leigu ásamt móðurystur Huldu og hennar manni. Fyrsta kvöldið vorum við síðan svo heppin að frændi Huldu tók okkur í smá túr um Heimaey en hann býr einmitt á eyjunni. Við lærðum m.a. að heimamenn eru mjög gefnir fyrir uppnefni hverskonar og eru að öllu leyti miklir húmoristar.

Daginn eftir kíktum við á safnið Eldheima þar sem maður lærir um gosið í Eyjum '73. Eftir heimsókn á safnið gengum við upp á hraunið sem stendur nánast í bænum. Við pabbi leituðum að húsinu hans Þórðar afa og fundum götuna sem hann bjó við. Sérkennilegt til þess að hugsa að mörgum metrum fyrir neðan mann hafi hús langafa manns staðið. 

Þegar við vorum orðin þreytt og lúin eftir hraungönguna fengum við okkur frábæran vegan mat á veitingastaðnum Gott. Síðan var kominn tími til að taka Herjólf aftur til Landeyjarhafnar.

Næst þegar ég kem til Eyja er planið að stoppa aðeins lengur og ná að sjá meira af bænum. 

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjar Vestmannaeyjar Vestmannaeyjar Vestmannaeyjar Vestmannaeyjar Vestmannaeyjar Vestmannaeyjar Vestmannaeyjar Vestmannaeyjar Vestmannaeyjar Vestmannaeyjar Vestmannaeyjar Vestmannaeyjar Vestmannaeyjar Vestmannaeyjar Vestmannaeyjar Vestmannaeyjar Vestmannaeyjar Vestmannaeyjar Vestmannaeyjar

Engin ummæli: