Nú er ég að fara að skrifa undir ráðningarsamning sumarsins. Fyrir skömmu fór ég nefnilega í atvinnuviðtal hjá vinnuskólanum í Reykjavík. Síðar sama dag var ég orðinn flokkstjórin yfir tveimur fylkingum áttundubekkinga. Er ekki frábært fyrir gaur sem situr allan veturinn innandyra og gerir heimaverkefni að komast út og segja öðrum fyrir verkum? Það finnst mér.
Eftir sumarið geri ég fastlega ráð fyrir að vera brúnn, hraustlegri (ef það er þá hægt) og kunna fullt af nýjum bröndurum.