mánudagur, 10. maí 2004

Prófalok

Lífið hefur svo sannarlega leikið við mig síðan ég kláraði prófin. Síðasta prófið var á laugardaginn og þegar ég hafði loksins druslast til að klára það og skila því var ég komin í sumarfrí. Þar sem föstudagspizzakvöldið hafði ekki verið haldið sem skyldi bauð pabbi okkur Balduro mio og brósa þá um kvöldið á frábæran stað í Hafnarfirðinum, Síam. Frábær matur, kósý stemmning - mæli með' onum. Get þó ekki garanterað að það verði eins skemmtilegt og hjá mér, ég var nebbla í svo skemmtilegum félagsskap :)

Sunnudagurinn var einstaklega ljúfur. Eftir að hafa sofið út og kíkt á hjól í Hagkaup kíktum við til PG (a.k.a. Pétur afi) og fórum við saman að ná í mat á Grænum kosti (hnetusteik með sveppasósu, namm) sem við snæddum í garðinum hjá PG. Tilefnið var að vígja nýtt furuborð og gekk það svona ljómandi vel. Ekki spillti veðrið fyrir þar sem sólin skein glatt. Pakksödd fór ég þaðan til að sækja heim hana mömmu mína enda mæðradagur.

Í dag höfum við síðan staðið í allskyns útréttingum, nælt okkur í bækur á safninu, keypt harðfisk, malt og ópal og jafnvel póstkort með væmnum landslagsmyndum. Núna ætlum við að fara að lyfta lóðum eins og okkar er von og vísa og klára svo að pakka niður í töskur. Við erum nefnilega að fara til France demain. Júhú.

Engin ummæli: