Á rölti okkar um bæinn í gær rákumst við á þennan fallega Ganesh í portinu inn til Kramhússins. Hann var öllum vopnum búinn: með múdrur á fingrum, lótus blóm í hendi og óm merkið áletrað í lófa og á rana. Æ, hvað hann er fínn!
Ganesh var sonur Shiva og Parvati og lenti í leiðinlegum misskilningi sem varð til þess að faðir hans hjó af honum höfuðið. Þegar hann hafði gert sér grein fyrir mistökum sínum kallaði hann á varðmenn sína og bað þá hafa snar handtök, nú þyrfti höfuð og það strax! Og hvað haldiði, þarna er fíll að rölta hjá og þeir stökkva til, höggva af honum höfuðið og koma því á bol litla Ganesh, sem er btw bara soldill polli sem var að passa mömmu sína.
Í skaðabætur fyrir höfuðlausn lofaði Shiva Ganesh því að vera sá guð sem alltaf fyrstur er nefndur á nafn í lofgjörðum manna, og því er það svo að í bhajans/kirtan meðal hindúa er alltaf fyrst sunginn möntrusöngur til heiðurs Ganesh. Hann er verndari ferðalanga og riður hindrunum úr vegi. Engin furða að ég hafi sterkar taugar til fílastráksins míns.
Í Indlandi fer maður varla upp í þá rútu eða rick shaw að ekki sjái maður Ganesh dingla neðan úr baksýnisspeglinum. Það er þá helst í Kerala að Ganeshi hefur verið skipt út fyrir Jósef, Maríu og Jesú litla vöggubarni.
Já, maður þarf víst ekki að fara svo langt til að hitta fyrir verndarann mikla. Bara kíkja niðrí bæ, finna hvar Grænn kostur er og þá er Kramhúsið þar. Svo er þarna bókabúð við hliðiná sem ég hef lengið ætlað mér að kíka í. Læt verða af því fljótlega.
Svo ef maður fer upp allt Skólavörðuholtið hittir maður fyrir annan mikinn verndara. Just sayin!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli