sunnudagur, 16. október 2005

Amerískt kvöldþema

Í gær fengum við í heimsókn góða gesti og borðuðum með þeim djúsí borgara, bakaðar kartöflur, ís og risastóra köku sem Ásdís hristi fram úr erminni eins og henni einni er lagið. Tónlist kvöldsins var að mestu leyti úr smiðju meistarans Nonna Seðils, eins og hann er nú kallaður. Það er alltaf mikil upplyfting að fá þessa hressu unglinga í heimsókn. Mér segir svo hugur um að bráðlega verðum við þó að heimsækja þau, ef við ætlum eitthvað að ná að hitta þau, því hvorki býður maður nýbakaðri né nánast tilbúinni fjölskyldu í lyftulaust hús (það styttis í það).

Í fyrramálið fljúgum við til Rómar og á flugvellinum þar bíður okkar rúta sem ekur okkur beint á hótelið okkar í Terracina. Mig minnir að hótelið sé nefnt eftir sjávarguðinum Poseidoni sjálfum, enda er bærinn víst annálaður fiskimannabær. Fróð manneskja hefur einnig tjáð mér að þetta sé mjög vinsæll slökunarstaður meðal Ítala. Jamm, ætli þetta séu hvítir Ítalir og eru þeir þá ekki með fjaðrir?

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Óska ykkur góðrar ferðar til Ítalíu- það er áræðanlega alveg yndislegt að vera þarna á þessum tíma, miðja vegu milli Rómar og Napólí.

Nafnlaus sagði...

Góða ferð suður á bóginn og takk kærlega fyrir heimboðið í gær. Vínarbrauðið var helt fantastiskt :-)

Nafnlaus sagði...

kan I ha' det godt derude, og kom godt hjem!