Hann var með úrvalslið á bak við sig: verðlaunaleikstjóra, verðlaunakvikmyndatökumann og verðlaunakvikmyndagerðarmann. Reyndar var þetta allt einn og sami maðurinn.
Svona var þetta (ég veit því ég sá): Baldur mætti á svæðið og djöflaðist einhver heil ósköp í grindum og tækjum og á grassverðinum, á meðan leikstjórinn og kvikmyndatökumaðurinn og kvikmyndagerðarmaðurinn varð að hafa sig allan við til að festa ósköpin á mynd. Upphífur og apaklifur, armbeygjur og lever plankar, hent inn smá hugleiðslu og urdhva dhanurasana.
Þegar tökum var lokið og við skötuhjú á leið heim stoppuðum við á Klambratúni til að leika okkur aðeins í rólunni. Sem var gaman en ekki mjög skynsamlegt því mér var mjög mál, og svo fékk ég hláturskast...
Hér eru nokkrar myndir frá deginum og neðst er smá stop motion myndband sem ég klippt af okkur apaköttum í aparólu. Njótið!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli