Eftir notalegheitin á Garðinum ákváðum við að kíkja til nágrannanna neðar í götunni, sem er hljóðfæraverslunin Sangitamiya. Hún er rekin af Kólumbíumanni sem talar svo lýtalausa íslensku að oftast er ég ekki viss hvort hann sé Íslendingur eða ekki. En núna veit ég það, hann er frá Kólumbíu.
Við prófuðum nokkur áslátturshljóðfæri og Baldur fór að skoða gítarana og er núna að segja mér í óspurðum að bráðum eigi hann afmæli. Hmm, hvað skyldi hann meina með þessu?
Hér eru nokkrar myndir úr þessari skemmtilegu búð og lítið myndband sem sýni svo ekki verður um villst að við erum sannarlega Mozertbörn. Bimmbammbúmm!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli