Úr þessari handavinnu urðu einar þær mýkstu og bestu kjúklingabaunir sem við höfum soðið. Miklu betri en þær sem maður kaupir tilbúnar í krukku, jafnvel þó þær séu lífrænar og fínar. Svo skipti ég þeim upp í 300g poka og frysti, einfalt mál. Svo í stuttu máli sagt: mæli eindregið með að gera þetta sjálf og vanda vel til verksins.
En hvað á maður svo að gera með allar þessar kjúklingabaunir? Mér finnst frábært á vetrarkvöldum að útbúa hummus sem síðan má hafa í kvöldnasl eða smyrja á samlokur.
Hér kemur uppskrift að algjörlega klassískum hummus í mínum huga, þ.e. með tahini, hvítlauk og ólífuolíu. Þessi uppskrift kemur frá Sollu Eiríks, uppúr bókinni hennar Grænn kostur Hagkaupa, en svo er hún einnig með uppskriftina aðgengilega á heimasíðu sinni Himneskt.
HVAÐ
3 ½ dl soðnar kjúklingabaunir
2 msk vatn
2 msk tahini
2 msk sítrónusafi
1-2 hvítlauksrif, pressuð
½ - 1 tsk salt
¼ tsk cuminduft
cayenne pipar af hnífsoddi
1-2 msk góð ólífuolía
1 msk steinselja eða kóríander, smátt saxað
HVERNIG
Ef baunirnar koma beint úr frysti: leggja þær í djúpa skál, hella yfir þær sjóðandi vatni og leyfa að standa í 5 mínútur áður en vatninu er hellt af.
Allt hráefnið sett í matvinnsluvél og maukað saman þar til silkimjúkt og kekklaust. Geymist í 5-7 daga í kæli í loftþéttu íláti. Gott að borða með fersku, niðursneiddu grænmeti eða sem álegg ofan á brauð.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli