Velkomin á heimasíðuna okkar, nánar tiltekið á dagbókina sjálfa. Þessa dagbók höfum við haldið í smá tíma og ákváðum að birta þær færslur sem eru frá því að heimasíða vor kom á netið. Hún er nefnilega ekki alveg splunkunýtilkomin, við höfum verið að vinna mikið í henni undanfarið og það er fyrst núna að þið fáið að vita um tilvist hennar. Enn sem komið er er ekki hægt að senda póst á dagbókina þannig að ef þið viljið senda okkur athugasemd hvað heimasíðuna varðar er bara að smella á nöfnin okkar sem eru undir dagbókarfærslunum og hér til hliðar.
Þið ykkar sem fenguð frá okkur skilaboð með tölvupósti eða sms vitið að síðan var sett á netið kl.10:10. Það er kannski ekki alveg rétt en hún var opnuð þá þannig að það kemur út á eitt. Ástæðan fyrir því að velja daginn í dag og þennan tíma er í anda nýju kringlunar sem er að opna hér í Kópavoginum, ekki vegna óstöðvandi kaupæðis okkar og að við fögnum þessu svo gífurlega, heldur er þetta aðeins til gamans gert. Þetta kemur betur fram hér í eldri dagbókarfærslu.
Eins og er er síðan mjög nýleg og á eftir að taka miklum breytingum á næstunni, þá sérstaklega dagbókin. Við getum enn sem komið er ekki sett myndir dagsins inn á dagbókina, það hefur reynst okkur dálítið erfitt, en það er eitthvað sem kemur til með að blessast. Á meðan getið þið skoðað myndasíðurnar Sumarið 2001 og Skot úr veröld okkar, þar er að finna nokkuð margar myndir.
Mikið vonum við að þið hafið gagn og einnig nokkurt gaman af þessu öllu saman, þessi síða er nefnilega bæði gerð fyrir okkur og ykkur. Ástarkveðjur
Engin ummæli:
Skrifa ummæli