miðvikudagur, 10. október 2001
Dagurinn í dag var fínn. Mér finnst alltaf svo ógeðslega kósý að kúra þegar það er rigning úti. Þannig var það í morgun og gærmorgun og það er svo gott. Eftir vinnu fór ég að lyfta með Bigga vini og tókum við á því eins og óðir menn, axlir og handleggir. Ásdís var á æfingu á svipuðum tíma og náði ég í hana upp í Háskóla þegar ég var nánast búinn að myrða mig og Bigga lifandi. Já það var líka gaman í vinnunni í dag. Allir voru að spyrja mig hvernig maður færi á síðuna. Ef þið, kæru heimasíðugestir, eruð í stuði þá eru allar tillögur um betri útfærlur á síðunni og leiðréttingar á ljótum villum mjög vel þegnar.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli