Í kvöld bökuðum við fjórar alræmdar spelt pizzur og snæddum þær með fullt af öflugri hvítlauksolíu. Eftir að hafa horft á skaupið fórum við út í Holtagerði og djömmuðum þar fram á nýja árið. Þaðan fórum við svo til Atla frænda hennar Ásdísar í framhaldspartý. Nú erum við heima að skjóta úr svona litlum flöskuknöllum yfir allt, svo við höfum eitthvað til að þrífa upp árið 2005.
Gleðilegt ár kæru vinir og takk fyrir það sem var að líða!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli