miðvikudagur, 5. janúar 2005

Áfram jólafrí!

Það sem af er ári hef ég notið þess að vera í jólafríi og leyft mér að vaka fram á nætur með bók í hönd eða yfir góðri mynd. Varla þarf að minnast á það en morgnunum er varið í iðju sem samræmist vökunum, nefnilega að sofa. Um daginn horfðum við á myndina Tootsie og grenjuðum úr hlátri. Ef einhver vill sjá Dustin Hoffman fara á kostum í góðum hópi þá mæli ég með þessari.

Engin ummæli: