miðvikudagur, 29. desember 2004

Þetta finnst mér kúl!

Hafið þið velt fyrir ykkur um hvað hið frábæra lag majahímajahamajahíhí er um? Já ég veit um hvað það er og ég get meira að segja sungið með á rúmensku, geri aðrir betur! Eins og svo margir er ég ekki júrópoppari en þetta lag er þess eðlis að það er ekki hægt að hafa neitt á móti því þar sem það er eitthvað svo ofsalega glaðlegt. Eftir smá rannsóknir á netinu fann ég myndbandið og link á textann þar sem lausleg þýðing á ensku fylgir með svo fólk er öruggt um að það er ekki að syngja eitthvað ljótt.

Engin ummæli: