sunnudagur, 26. desember 2004
Skemmtileg afmælisveisla!
Í dag átti Ásdís afmæli og héldum við kaffiboð í tilefni af því. Hér var því glatt á hjalla í allan dag og fram á kvöld. Í boðinu gerðist kraftaverk sem ekki á sér nein fordæmi og langar mig að deila því með lesendum. Þannig var að við undirbúning veislunnar voru keyptir nokkrir mygluostar þar sem stór hluti gestalistans er af þeim kynstofni er til ostaunnenda telst. Ostarnir hurfu ofan í gesti en þó aðallega mig! Ég bara skil ekki hvað hefur gerst, ég hef alla tíð álitið mygluosta skemmdan mat en nú er öldin aldeilis önnur. Kannski útslagið hafi verið að bæta rifsberjasultunni við eða kannski var bara svona ofboðslega gaman að allir fordómar fuku út í bláinn og osturinn bráðnaði í harmóní við hina mögnuðu stemningu. Hvað sem það var þá ætla ég að prufa aftur.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli