miðvikudagur, 23. júlí 2003

Tilraun

Strax eftir að ég postaði seinustu færslu fór ég að sjálf að prófa að laga heimasíðuna enda þaulvön þeirri hugsun að neyðin kenni nöktum að spinna. Mér virðist hafa tekist að koma íslenskum stöfum aftur inn á heimasíðuna og þar var í sjálfu sér mjög einfalt.

Hins vegar tekst mér ómögulega að fá nafnið mitt til að birtast með íslenskum stöfum, mér til mikillar gremju svo ekki verði meira sagt (svona klassískur úrdráttur eins og í Íslendingasögunum, haha). Nú hefur SOS kallið sem sagt breyst og aðlagast að nýjum aðstæðum og hljóðar nú svona: Ef einhver kann að breyta nafni meðlima um hverja blogger síðu má sá hinn sami senda mér línu, takk.

Annars er það að frétta af mér að ég sit hér í Odda og hef ekkert annað að gera en flakka um netið. Mig langar hins vegar heil ósköp að komast í vinnunna en það er aftur á móti ómögulegt.

Svo er mál með vexti að þegar ég fór utan lét ég Önju (sem er aðstoðarmaður eins og ég) fá lykilinn minn að skrifstofunni á meðan ég væri í burtu. Í gær sendi ég henni síðan póst og sagðst mæta til vinnu í dag og bað um lykilinn en enn hef ég ekkert svar fengið.

Ég næ ekki einu sinni í Unni, vinnuveitandann, til að komast inn á skrifstofuna svo nú er illt í ári. Örugglega eitthvert samsæmir huxa ég bitur. Já, samsæri um að gefa mér færi á að slappa af og vinna upp næstum þriggja vikna netleysi :)