Í gær fór ég í allfjölbreyttan og þónokkuð langan hjólatúr. Ég byrjaði á því að hjóla heim til froskafjölskyldunnar og fékk lánaðan frømobilen. Hjólaði ég á honum heim og fyllti af kössum sem froskarnir ætla að geyma fyrir mig í vetur. Eftir reynslu gærdagsins held ég að frømobilen gæti alveg heitað frølastbilen.
Þegar ég skilaði frømobilen fórum við Kristján með hann niður í hjólageymslu. Það var sannarlega tveggja manna tak þar sem áðurnefnt farartæki er töluvert breiðara en dyrnar sem það átti að fara inn um. Með svolítilli leikfimi og hugviti eins nágrannans gekk þetta þó og er hjólið nú í hlýrri geymslu fyrir veturinn.
Eftir að hafa komið kössum og hjóli í sitthvora geymsluna lagði ég af stað heim og var samferða Pétri afa fyrsta spölinn þar sem hótelið hans er á leiðinni. Það var ágæt tilbreyting að ganga svolítið eftir allar þessar hjólreiðar en eftir að ég kvaddi afa sté ég þó á fákinn og hjólaði heim.
Ekki er ég alveg klár á hve langt er á milli hnotskurnar- og froskaheimilisins en giska á að það séu svona 5-6 km. Samanlagður hjólatúr gærkvöldsins hefur því verið á bilinu 20-24 km! Vart þarf að geta þess að ég svaf sérdeilis vel í nótt.
1 ummæli:
Ih hvor er du dygtig!
Skrifa ummæli