Mikið svakalega var gaman að fá þau í heimsókn. Og þau voru svo ljónheppin að rigningarnar sem hafa herjað á okkur í haust, þungu skýin og kuldinn í lofti tóku öll frí þessa helgi og í staðinn var okkur boðið upp á heiðríkju og 15 stiga hita. Glæsilegt!
Við notuðum þessa helgi til að rúnta aðeins um nágrannabyggðir og fara í fjallgöngu. Ég tók svo margar myndir að ég ætla að skipta frásögninni í tvennt og segja ykkur frá laugardeginum hér í þessari færslu.
Á laugardaginn fórum við nefnilega í svo skemmtilegan bíltúr. Þar sem við Baldur erum ekki á bíl höfum við kynnst okkar nánasta umhverfi frekar vel en ekki nágrannabyggðum. Við ákváðum því að taka góðan rúnt á laugardeginum og fórum til Larvikur, Sandefjord og Tønsberg.
Í Larvik stoppuðum við á bensínstöð til að kaupa lakkrís í poka og bensín á bílinn. Skoðuðum líka höfnina, rákumst á flennistórt skilti með nafninu Skotta (sem við pabbi urðum að fá mynd af okkur við!), rákumst á hjón skorin út í við og reyndum við skutul á þurru landi.
Í Sandefjord röltum við um bæinn, skoðuðum margar verslanir með fínan varning og fengum okkur kakó á kaffihúsinu Håndverkeren sem liggur við Kongensgate. Það er greinilegt að þrátt fyrir sumarlegt verður er jólaundirbúningur hafinn því á kaffihúsinu var hægt að fá jólaglögg og piparkökur.
Í Tønsberg röltum við að Slottsfjelltårnet og virtum turninn fyrir okkur í kvöldhúminu, skoðuðum flottheitin hjá húsgagnahönnuðinum Bolia (fengum okkur aftur kakó þar) og enduðum á því að borða æðislegan kvöldverð á hafnarveitingastaðnum Havariet eftir að hafa fengið meðmæli frá lókal Tønsbergurum.
Keyrðum svo heim í fullu tungli, margs vísari.
Hulda í myndagír
Höfnin í Larvik
Knús!
Á kaffihúsinu Håndverkeren
Jólaglögg komið í verslanir
Brjóstsykrar
Litríkar öskjur
Á götum Sandefjord
Hreindýr í glugga
Stoppuðum hér á leiðinni til Tønsberg til að heilsa upp á hrossin
Tveir á túni, annar í kápu
Tønsberg í kvöldhúminu
Movember í Bolia
Skakka hurðin í Tønsberg
Á röltinu
Jólaljós á hafnarbakkanum
Engin ummæli:
Skrifa ummæli