Í gær fórum við í skemmtigarðinn Bakken. Að sjálfsögðu voru keyptir heilsdagsmiðar til þess að hægt væri að prófa sem flest tæki. Þegar við vorum orðin þreytt á öllum hamaganginum var mjög þægilegt að geta gengið út úr garðinum og í rólegt og þægilegt skógarsvæði. Slík rólegheitaganga dugði til þess að hlaða batteríin til þess að snúa aftur í húllumhæið.
Í heildina fórum við 17 ferðir og voru margar þeirra allsvakalegar. Síðla kvölds snerum við svo heim glöð í bragði, lúin og annað okkar sjóveikt.
1 ummæli:
Vil bara taka thad fram ad Baldur var thetta annad okkar sem var sjóveikt :) - mér finnst thó ad honum hafi tekist ad smita mig af henni, hvernig sem thad er thá hægt.
Skrifa ummæli