Um daginn vorum við Ásdís að versla og fundum rosasniðugt amerískrapönnukökumix. Í gær tók Ásdís svo upp á því að prufa þetta mix í kaffitímanum, á meðan skaust ég eftir mjólk. Þegar ég kom heim átum við eins mikið af pönnsum og við gátum í okkur látið.
Já, það eru sjálfsagt margir sem öfunda mig af því að eiga kærustu sem gerir amerískar pönnsur á sunnudegi. Ég er þó heppnari en svo því um kvöldið fannst mér ég enn greina mjög mikla pönnukökulykt í íbúðinni og viti menn! Ásdís stóð í eldhúsinu og bjó til fleiri pönnukökur en í þetta sinn var það sko ekkert mix heldur að hætti hússins og tókust þær mjöög vel.
Það eina sem ég þurfti að gera var að ná í rjómann, maple sírópið, bláberjasultuna og mjólkina, fjúff erfitt líf :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli